Bæjarins Beztu mættir í snjallsímann
March 14, 2013
Nú geta erlendir ferðamenn sem og Íslendingar nálgast upplýsingar um Bæjarins beztu í snjallsímanum. Þetta er gert í gegnum forrit sem heitir Be Iceland sem myndi líkast til þýðast á móðurmálinu, Vertu Ísland. Tilvist þessa smáforrits má þakka snillingunum hjá Stokkur Software. En þeir hafa verið iðnir við kolan á smáforritamarkaði undanfarin ár.
Hægt er að nálgast appið Be Icaland á eftirfarandi stöðum:
Áhuginn virðist vera mikill fyrir þesskonar smáforriti þar sem um 15000 manns hafa sótt sér forritið síðan það fór í loftið vorið 2012. Sem verður að teljast gott þar sem enginn formleg markaðssetning á forritinu hefur átt sér stað.
En nú er ekkert annað að gera fyrir ferðamenn en að “appa” sig upp, fara svo til Íslands og pylsa sig upp.