Bæjarins Beztu í loftköstum
September 2, 2015
Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, tók þessa mynd og birti á Facebook-síðu sinni með eftirfarandi stöðufærslu:
Það er ekki oft sem Bæjarins beztu ákveða að lyfta sér upp, en gerðum það með stæl í kvöld
Pylsuvagninn fór hins vegar ekki langt eins og Guðrún segir í ummælum við stöðufærsluna, en Bæjarins bestu er 78 ára á þessu ári og fagnar því 80 ára afmæli eftir tvö ár:
Þurftum aðeins að hliðra til fyrir hótelinu sem kemur til með að rísa á næsta reit og líka aðeins að æfa nokkur dansspor fyrir 80 ára afmælið sem er eftir 2 ár.